Ferli slysamála

Ferli slysamála sjómanna

Ferli mála er mislangt þar sem hvert og eitt mál er einstakt. Strax eftir slysið er mikilvægt að þú leitir til læknis. Mikilvægt er að hafa samband við lögmann sem fyrst til þess að hægt sé að hefja ferlið, bæði með tilkynningu til tryggingafélagsins og við nauðsynlega gagnaöflun. Sjómaður.is / Porto lögmannsstofa sér um gagnaöflun og samskipti við tryggingafélögin fyrir þig.

sea, ocean, fog-3652697.jpg

 

1. Tilkynning send

Tilkynning send til tryggingafélagins, og annarra aðila eftir því sem við á í hverju tilfelli.

 

2. Gagnaöflun

Gagnaöflun frá lögreglu, heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum eftir því sem við á í hverju tilfelli.

3. Afleiðingar metnar

Þegar öll gögn liggja fyrir er hægt að meta afleiðingar slyss. Almennt þarf þó að vera liðið ár frá slysinu. Þá er haldinn fundur með matsmönnum sem meta afleiðingarnar.

4. Innheimta bóta

Þegar afleiðingar slyssins liggja fyrir sendir Sjómaður.is / Porto lögmannsstofa bótakröfu til tryggingafélagsins. Samþykki tryggingafélagið bótakröfuna greiða þeir hana og þú færð bæturnar þínar. Samþykki tryggingafélagið bótakröfuna ekki, höfðar Porto lögmansstofa mál til einheimtu bótanna, að höfðu samráði við þig.

 

Algengar spurningar

Lögmaður fer yfir málið með þér og skoðar hvort þú getur mögulega átt rétt á bótum og ráðleggur þér  um framhaldið. Fyrsta viðtal vegna slysbóta hjá sjómaður.is / Porto lögmannsstofu kostar þig ekkert.

Þau sem lenda í slysi geta leitað réttar síns sjálf hjá tryggingafélögunum. Oft hefur það reynst fólki vel að hafa lögmann sem gætir hagsmuna þess til þess að réttur tapist ekki eða réttra og nauðsynlegra gagna sé aflað. Tryggingafélög hafa lögfræðinga í vinnu við mál þitt, og því stendur þú betur að vígi með lögmann sem gætir hagsmuna þinna.

Einstaklingur sem verður fyrir líkamstjóni vegna slyss kann að verða fyrir verulegum útgjöldum og varanlegri skerðingu á aflahæfi, þ. e. getunni til að afla tekna. Þessi skerðing getur verið allt frá því að vera smávægileg til þess að viðkomandi einstaklingur er óvinnufær með öllu það sem eftir er ævinnar. Bótagreiðslur vegna slysa taka að meginstefnu mið af umfangi kostnaðar sem leiðir af slysi og þeirrar skerðingar á aflahæfi sem er sennileg afleiðing slyssins. Einstaklingur sem býr við skert aflahæfi stendur fjárhagslega ekki jafnfætis þeim sem búa við óskert aflahæfi. Til að leiðrétta þennan mismun er almennt raunhæfasta úrræðið fyrir tjónþola að sækja þær bætur sem réttur stendur til svo hann standi því sem næst í sömu sporum fjárhagslega og ef slys hefði ekki orðið. Sæki einstaklingur sem verður fyrir líkamstjóni ekki rétt sinn kann hann að þurfa að búa við skertan fjárhag til æviloka.

Upphæð bóta þegar um skaðabótaskylt slys er að ræða fer eftir ákvæðum skaðabótalaga. Upphæðin er misjöfn í hvert skipti og fer t. d. eftir aldri, launum og niðurstöðu matsgerðar. 

Þegar um frítíma eða vinnuslys er að ræða fer upphæðin eftir þeirri tryggingu sem í gildi var þegar tjónið varð og niðurstöðu matsgerðar. 

Það er því ekki hægt að segja fyrirfram  hve háar bæturnar verða.

Sá tími sem tekur að fá bætur vegna slyss er misjafn á milli mála. Oft geta þau tekið talsverðan tíma vegna umfangs gagnasöfnunnar. Einnig þarf stöðuleikapunkti að vera náð, eða a. m. k. ár liðið frá slysi.

Já, í mörgum tilfellum getur viðkomandi fengið kostnað vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja greiddan. Passa þarf vel upp á allar kvittanir. Lögfræðistofan sér um að innheimta þennan kostnað hjá tryggingafélaginu fyrir þig.

Ertu með einhverjar spurningar? 

Sendu okkur fyrirspurn og við svörum þér um hæl. Það kostar ekkert að kanna sinn rétt. Þú getur einnig haft samband á sjor@sjomadur.is eða í síma 792-2090.